
Islantilla á Spáni 27. Sept - 7. okt 2024
Frímúrara golfferð til Islantilla á Spáni næsta haust eða 27. Sept -7. október 2024 í 10 nætur. Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með Icelandair á Boing MAX8 vél. Brottför er þann 27. sept kl. 08:30 lent í Faro kl. 13:40. Flugtími heim þann 7. okt er frá Faro kl. 14:40 lent í Keflavík kl. 17:40. Islantilla er í Andalucia héraði ekki svo langt frá landamærum Portúgals. Aksturinn frá Faro flugvelli til Islantilla tekur u.þ.b. 1 klst. og 5 mín.
ATH! Þessi ferð fer í almenna sölu föstudagninn 1. mars 2024
Meira um völlinn og fleira
27 holu golfvöllur er á svæðinu með góðu æfingasvæði til að æfa löngu höggin og stutta spilið, bæði púttflöt og flöt til að vippa inná. Hótelið er nýuppgert af Double Tree by Hilton keðjunni. Klúbbhúsið er beint á móti hótelinu. Í Islantilla bænum er lítill verslunarkjarni og þar er m.a. apótek, ýmsar verslanir og matvöruverslun. Meðfram strandlengjunni eru veitingastaðir og barir.
Hægt er að skoða frekari um Islantilla hér - https://vita.is/ferd/islantilla-a-spani
Verð:
359.900 kr. á mann í tvíbýli (tvö aðskilin rúm)
389.900 kr. á mann í King deluxe (hjónarúm)
389.900 kr í einbýli
Innifalið:
-
Beint leiguflug til og frá Faro með Icelandair
-
Innrituð taska (20 kg) og golfsett (15 kg)
-
Akstur milli flugvallar og hótels
-
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborð ásamt drykkjum með kvöldmat
-
*Ótakmarkað golf með golfbíl
-
Íslensk fararstjórn
*Ótakmarkað golf: farþegar okkar geta spilað ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana. Fastir rástímar okkar eru alla morgna og viðbótar golf er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum daglega.
Hægt er að greiða með Icelandair Vildarpunktum í þessari ferð. Einnig er hægt að nota öll Icelandair gjafabréf og inneignir.
Bókunarleiðbeiningar:
-
Til að bóka ferðina notið þennan hlekk: vita.is - beðið er um hópanúmer, notið: 4092 Bókunarkerfið leiðir ykkur áfram og þið fyllið inn í þá reiti sem óskað er eftir. Þegar bókun er gerð þarf að greiða staðfestingargjald kr. 40,000. Lokagreiðsla er 6 vikum fyrir brottför.
-
Hægt er að nota Vildarpunkta Icelandair sem borgun í þessa ferð. Eingöngu er hægt að nota eitt kortanúmer í staðfestingargjald fyrir hverja bókun (þegar bókað er á netinu)
Nánari upplýsingar
Ef eitthvað er óljóst er hægt að hafa samband við okkur á skrifstofu